Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. október 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrot í bíla

Brotist var inn í fjóra bíla í Reykjavík og Kópavogi í gærkvöld og nótt. Úr þeim var stolið m.a. fartölvum, greiðslukortum og I-pod. Sem fyrr ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.