16. mars 2018
16. mars 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Innbrot – áframhaldandi gæsluvarðhald
Fjórir karlar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síbrota að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innbrotum í umdæminu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar.
Um rannsókn málsins er vísað til fréttatilkynningar embættisins sl. miðvikudag.