Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. desember 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Illfært í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu

Núna er víða illfært í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu og má þar sérstaklega nefna Grafarholt, Úlfarsárdal og Grafarvog, en strætisvagnar eru hættir að aka um í þessum hverfum vegna veðurs. Þar hefur verið mikill skafrenningur í kvöld og ófærðin er eftir því, en bæði strætisvagnar og fólksbílar hafa setið þar fastir.

Berist frekari fréttir af ferðum/áætlun strætivagna munum við reyna að koma því á framfæri.