20. janúar 2009
20. janúar 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Íkveikja í Tryggvagötu – áframhaldandi gæsluvarðhald
Karlmaður um fimmtugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn var handtekinn sl. miðvikudag en hann hefur játað að hafa kveikt í húsi við Tryggvagötu í Reykjavík þann sama dag.