Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Íbúar í Skagafirði ánægðastir með löggæsluna

Íbúar í Skagafirði eru ánægðastir allra með löggæslu í sínu umdæmi samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og birt var í gær.

Í könnuninni voru íbúar spurðir út í hina ýmsu þjónustuliði innan sveitarfélagsins og meðal annars um þjónustu lögreglunnar við íbúa. Ef horft er yfir landið og á önnur sveitarfélög þar sem sambærilegar kannanir hafa verið gerðar má sjá að Skagfirðingar eru ánægðastir allra hér á landi með þjónustu lögreglunnar. Ef rýnt er í tölurnar má sjá að 70.8% íbúa eru ánægð með störf lögreglu. 16,9 % eru hvorki né og 12,3 % eru óánægð. Á svokölluðum ánægjuskala er landsmeðaltal lögreglunnar 3,2 eða sama tala og lögreglan á Sauðárkróki fékk árið 2005. Í könnuninni sem birt var í gær er tala lögreglunnar á Sauðárkróki hins vegar orðin 3,8 og er ánægja íbúa hér því töluvert yfir landsmeðaltali og sú hæsta á landinu.

Könnunina í heild sinni má finna á vefnum www.skagafjordur.is