Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. september 2025

Í dag, 8. september, er alþjóðlegi dagur sjúkraþjálfunar haldinn hátíðlegur — í ár með áherslu á ,,Heilbriðga öldrun" til að draga úr fölnun og falli hjá eldri borgurum.

Frétt

Á hverju ári þann 8. september er haldinn hátíðlegur alþjóðlegi dagur sjúkraþjálfunar.

Þema ársins 2025 er heilbrigð öldrun með áherslu á forvarnir gegn fölnun (frailty) og föll hjá eldri einstaklingum. Þetta undirstrikar mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðri öldrun, þar sem hreyfanleiki, sjálfstæði og lífsgæði skipta sköpum.

Með fréttinni fylgja upplýsingaspjöld sem flestir ættu að geta nýtt sér.

Við á HSU erum sérlega þakklát fyrir þann öfluga hóp sjúkraþjálfara sem starfa hjá okkur og óskum þeim sem og öðrum sjúkraþjálfurum hjartanlega til hamingju með daginn.