19. maí 2005
19. maí 2005
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hverfislögreglumaður upplýsir innbrot í Breiðholti
Í aprílmánuði upplýsti hverfislögreglumaðurinn í Breiðholti nokkur innbrot í geymslur fjölbýlishúsa í Fella- og Hólahverfi í Breiðholti. Að verki voru þrír 12 ára drengir og höfðu þeir stundað þessa iðju í nokkra mánuði. Drengirnir gáfu þær skýringar að þeir hefðu verið að safna peningum fyrir hljóðfærum. Hluta þýfisins höfðu þeir auglýst og selt á söluvef á Internetinu. Enn eru þó munir á lögreglustöðinni í Breiðholti sem haldlagðir voru í tengslum við innbrotin og lögreglan hefur ekki fundið eigendur af. Eru þetta harmóníka af gerðinni Parrot og einnig 14″ Samsung sjónvarpstæki.
Þeir sem eiga eða kannast við þessa muni eru beðnir að hafa samband við Jóhannes M. Ármannsson hverfislögreglumann á lögreglustöðinni í Breiðholti í síma 444 1170 eða 843 1154.