Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. mars 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Húsleitir – þýfi endurheimt

Í tengslum við rannsókn á fjölda innbrota í heimahús nýverið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga lagt áherslu á að endurheimta þýfi sem stolið var í þessum innbrotum. Húsleitir hafa verið gerðar í því skyni á fjölmörgum stöðum, m.a. farið í íbúðir fólks sem grunur lék á að hafi keypt stolna muni. Fundist hafa flatskjáir og fartölvur meðal annars.

Þeir einstaklingar sem höfðu muni þessa í sinni vörslu hafa verið yfirheyrðir af lögreglu sem sakborningar. Þeir mega eiga von á ákæru vegna þessa auk þess að sæta upptöku munanna.