Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. mars 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Húsleitir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ

Fíkniefni fundust í tveimur húsleitum í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í gær en talið er að um sé að ræða marijúana, amfetamín, hass og LSD. Samanlagt magn þess nemur um 60 grömmum en einnig var lagt hald á nokkuð af kannabisfræjum og búnað til ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þessum aðgerðum en að þeim stóðu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum dómsúrskurði.