Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. júní 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Húsleit í Hafnarfirði – tveir handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á haglabyssu, rafstuðbyssu, eggvopn og skotfæri við húsleit í Hafnarfirði í gær. Á sama stað fannst einnig lítilræði af fíkniefnum, en húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Karl á fimmtugsaldri var einnig handtekinn í tengslum við málið, en sá var jafnframt eftirlýstur fyrir aðrir sakir. Báðir mennirnir eru meðlimir í Outlaws. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.