9. september 2019
9. september 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Húsleit í Árbæ – þrír handteknir
Þrír karlar á fertugsaldri voru handteknir í kjölfar húsleitar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í iðnaðarhúsnæði í Árbæ í gær. Lagt var hald á talsvert af munum, sem grunur leikur á að séu þýfi. Á vettvangi fundust enn fremur ætluð fíkniefni, sem voru sömuleiðis tekin í vörslu lögreglu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.