Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. apríl 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Húsbrot – 22 handteknir

Tuttugu og tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Vatnsstíg í Reykjavík í morgun. Þar hafði hópur fólks komið sér fyrir í óleyfi í húsi við götuna og neitaði að yfirgefa það þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu. Um var að ræða fimmtán karla og sjö konur en fólkið er flest á þrítugsaldri. Hinir handteknu voru fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Við aðgerðina í morgun naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar lögreglumanna frá embætti ríkislögreglustjóra.