Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. september 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hundur varnaði innbroti

Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt. Í því fyrra var stolið fartölvu úr húsi í miðborginni en í því síðara var farið inn í hús í einu úthverfanna. Þrjú ungmenni voru handtekin í því máli en til þeirra náðist stutt frá vettvangi.

Þá var gerð tilraun til innbrots á þriðja staðnum. Ekki hafði þjófurinn erindi sem erfiði því talið er fullvíst að hundur, sem var innandyra, hafi fælt hann á brott. Þá ætluðu tveir þjófar að fara ránshendi um hús í vesturbænum í gærmorgun. Húsráðandi varð þeirra var og í framhaldinu tóku þrjótarnir til fótanna.