11. apríl 2007
11. apríl 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hundur beit 9 ára stúlku
Níu ára stúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær. Stúlkan var flutt á slysadeild en sauma þurfti átta spor í framhandlegg hennar. Þess má geta að stúlkan er vön að umgangast hunda en sá sem beit hana er henni alls óviðkomandi. Ekki er ljóst hvað verður um hundinn.