11. mars 2022
11. mars 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
HSN horfir til Grænna skrefa við val á bílaleigubílum
HSN hefur að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og er liður í því að horfa til Grænna skrefa við val á bílaleigubílum.

Nú á dögunum fór framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða á rafmagnsbíl milli Akureyrar og Blönduós á einni hleðslu og voru 54 km eftir af hleðslunni.
Þegar komið var til Akureyrar var bíllinn settur í hleðslu og var bílstjórinn ánægður með endingu á rafhlöðunni þrátt fyrir mótvind og kulda.
Það er ekki einungis umhverfislega hagstætt að velja rafmagnsbíl heldur einnig rekstrarlega hagkvæmt þar sem kostnaður við dísel eða bensínbíl hefðir verið 6500-7500 krónum meiri.
