Fara beint í efnið

10. júní 2022

HSN heldur áfram að vinna að orkuskiptum á bílaflota sínum.

Í vikunni var afhentur 100% rafdrifinn Ŝkoda Enyaq sem tekinn verður í notkun á Blönduósi.

IMG 7139

HSN heldur áfram að vinna að orkuskiptum á bílaflota sínum en í vikunni var afhentur 100% rafdrifinn Ŝkoda Enyaq sem tekinn verður í notkun á Blönduósi. Fyrir á HSN einn 100% rafdrifinn Volvo og sex MMC Outlander tengiltvinnbíla.

HSN tekur þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri en markmið verkefnisins er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og efla umhverfisvitund starfsmanna. Aukið hlutfall bifreiða sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum er hluti af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hjá stofnuninni.

Einar Óli Fossdal tók við Ŝkoda bifreiðinni fyrir hönd HSN í vikunni.