Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. febrúar 2025

HSN á Blönduós tekur við gjöf frá Hollvinasamtökum stofnunarinnar

Hollvinasamtök HSN á Blönduósi færðu stofnuninni á Skagaströnd rafmagns hægindastól.

HSN Blönduós gjafir

Hollvinasamtök HSN á Blönduósi komu saman á HSN á Skagaströnd í dag og færðu stofnuninni rafmagns hægindastól að andvirði 187.425 kr. Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar og Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis tóku á móti stólnum með formlegum hætti. Er vonin sú að skjólstæðingar HSN á Skagaströnd sem þurfa að sækja þjónustu þangað í lengri tíma njóti góðs af og geti látið fara vel um sig á meðan þeir hljóta þjónustu.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands þakkar Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi kærlega fyrir stuðninginn.