Fara beint í efnið

23. febrúar 2022

Hraðgreiningapróf í stað PCR prófa til greiningar á COVID-19

Þar sem ekki þarf lengur PCR próf til að staðfesta greiningu á Covid-19 verður aðeins boðið upp á hraðgreiningapróf á heilsugæslustöðvum HVE frá og með 24. febrúar.

Hraðgreiningapróf í stað PCR prófa til greiningar á COVID-19 - HVE

Athugið að heilsugæslan tekur ekki hraðgreiningarpróf hjá einkennalausum eða þeim sem af einhverjum ástæðum óska eftir að komast í sýnatöku, þeim er bent á að taka sjálfspróf/heimapróf.

Þeir sem eru með einkenni geta pantað hraðgreiningapróf í gegnum Heilsuveru eða hjá einkafyrirtækjum til staðfestingar ef þeir vilja fá greininguna skráða í sjúkraskrá eða þurfa fá vottorð um smit af völdum Covid-19.

Þeim sem greinast jákvæðir á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru það tilmæli sóttvarnayfirvalda að fólk dvelji í einangrun í 5 daga.