26. ágúst 2025
26. ágúst 2025
Hraðbankamálið – peningarnir fundnir
Hraðbankinn sem leitað hefur verið að frá því í síðustu viku er kominn í leitirnar og sömuleiðis peningarnir sem í honum voru.

Eins og fram hefur komið var hraðbankanum stolið í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en rannsókn málsins hefur verið í forgangi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Peningarnir voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst í umdæminu síðdegis í gær.
Einn er nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, karlmaður á fimmtugsaldri. Ekki var krafist áframhaldandi varðhalds yfir konu á fertugsaldri, sem einnig hefur verið í haldi vegna málsins, en gæsluvarðhaldið hennar rennur út í dag.
Ekki verða veittar frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.