Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. maí 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðamælingar í Mosfellsbæ

Í þessari viku hefur lögreglan í Reykjavík verið með hraðamælingar í íbúðarhverfum í Mosfellsbæ. Alls voru 1022 ökutæki mæld en kærðir voru aðeins 36 og hraði almennt ekki mikill. Þær götur þar sem mælingar fóru fram voru: Baugshlíð, Álfatangi, Skeiðholt, Langatangi, Bogatangi, Reykjavegur og Vesturlandsvegur í Ullarnesbrekku. Niðurstaðan er að mati lögreglu ánægjuleg og áherslan í næstu viku verður í Breiðholti í hverfum 109 og 111.