23. maí 2014
23. maí 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hraðakstur í Ölduseli í Reykjavík
Brot 7 ökumanna voru mynduð í Ölduseli í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Öldusel í vesturátt, að Ystaseli. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 42 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 17%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði.
Vöktun lögreglunnar í Ölduseli er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.