31. mars 2025
31. mars 2025
Hraðakstur í mars 2025
Vöktun lögreglunnar er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 3.mars 2025
Brot 405 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá fimmtudeginum 27. febrúar til mánudagsins 3. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg. Á fjórum sólarhringum fóru 23.856 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 98. Tólf ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Hraðakstur á Þorragötu í Reykjavík 3.mars 2025
Brot 24 ökumanna voru mynduð á Þorragötu í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Þorragötu í austurátt, við Reykjavíkurveg. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 99 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fjórðungur ökumanna, eða 24%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 63.
Þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 5.mars 2025
Brot 31 ökumanns var myndað á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í suðurátt, við Hvassahraun. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 303 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 10%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 108 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 123.
Þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Barónsstíg í Reykjavík 5.mars 2025
Brot 13 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í suðurátt, að Fjölnisvegi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 98 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 13%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 41 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 48.
Þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Vesturgötu í Hafnarfirði 6.mars 2025
Brot 9 ökumanna voru mynduð á Vesturgötu í Hafnarfirði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturgötu í austurátt, við Norðurbakka 5-7. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 121 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 7%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51.
Vöktun lögreglunnar á Vesturgötu er liður í umferðareftirliti hennar í nágrenni grunnskóla (gönguleiðir) á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Arnarnesvegi í Kópavogi 7.mars 2025
Brot 100 ökumanna voru mynduð á Arnarnesvegi í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarnesveg í austurátt, að Salavegi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 354 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en fjórðungur ökumanna, eða 28%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 79.
Þess má geta að sól og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 7.mars 2025
Brot 339 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá mánudeginum 3. mars til föstudagsins 7. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg. Á fjórum sólarhringum fóru 22.234 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 117. Níu ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Hraðakstur í Bjarkarholti í Mosfellsbæ 10.mars 2025
Brot 15 ökumanna voru mynduð í Bjarkarholti í Mosfellsbæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bjarkarholt í austurátt, við Bjarkarholt 27. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 117 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 13%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 41 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 45.
Þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 10.mars 2025
Brot 380 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 7. mars til mánudagsins 10. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg. Á rúmlega þremur sólarhringum fóru 17.722 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 105. Fimm ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Hraðakstur á Móavegi í Reykjavík 20.mars 2025
Brot 6 ökumanna voru mynduð á Móavegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Móaveg í austurátt, við Móaveg 10. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 44 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 14%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 46.
Vöktun lögreglunnar á Móavegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla, eða nágrenni þeirra, á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Vínlandsleið í Reykjavík 20.mars 2025
Brot 16 ökumanna voru mynduð á Vínlandsleið í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vínlandsleið í norðurátt, á móts við Vínlandsleið 2-4. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 90 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 18%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 71.
Þess má geta að rigning og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi 20.mars 2025
Brot 65 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, að Kópavogslæk. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 1.368 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn, eða 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 93 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 107.
Þess má geta að rigning og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Breiðholtsbraut í Reykjavík 21.mars 2025
Brot 52 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík frá miðvikudeginum 19. mars til föstudagsins 21. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut í austurátt, á gatnamótum við Stekkjarbakka. Á tveimur sólarhringum fóru 14.270 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 78 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 95. Engu ökutæki var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Hraðakstur í Austurbergi í Reykjavík 24.mars 2025
Brot 92 ökumanna voru mynduð í Austurbergi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Austurberg í suðurátt, við Leiknisvöll. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 160 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 58%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 47 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 72.
Vöktun lögreglunnar í Austurbergi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað, rigning og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Breiðholtsbraut í Reykjavík 24.mars 2025
Brot 75 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík frá föstudeginum 21. mars til mánudagsins 24. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut í austurátt, á gatnamótum við Stekkjarbakka. Á þremur sólarhringum fóru 16.016 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 78 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 120. Tveimur ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Hraðakstur í Dugguvogi í Reykjavík 24.mars 2025
Brot 31 ökumanns var myndað í Dugguvogi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Dugguvog í norðurátt, frá Kuggavogi. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 70 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 44%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 47 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 64.
Þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Kársnesbraut í Kópavogi 26.mars 2025
Brot 32 ökumanna voru mynduð á Kársnesbraut í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kársnesbraut í austurátt, á móts við Kársnesbraut 37. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 233 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 14%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 53 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 67.
Þess má geta að skýjað og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Breiðholtsbraut í Reykjavík 27.mars 2025
Brot 73 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík frá mánudeginum 24. mars til fimmtudagsins 27. mars. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut í austurátt, á gatnamótum við Stekkjarbakka. Á þremur sólarhringum fóru 19.883 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 87. Tveimur ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Hraðakstur á Suðurlandsvegi 27.mars 2025
Brot 61 ökumanns var myndað á Suðurlandsvegi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurlandsveg í vesturátt, við Sandskeið. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 325 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fimmtungur ökumanna, eða 19%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 106 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 160.
Þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Vesturlandsvegi í Reykjavík 31.mars 2025
Brot 118 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturlandsveg í vesturátt, á móts við Össur Grjóthálsi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 1.501 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 8%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 95 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 119.
Þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.