30. júní 2025
30. júní 2025
Hraðakstur í júní 2025
Vöktun lögreglunnar er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 2.júní 2025
Brot 229 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá fimmtudeginum 22. maí til mánudagsins 2. júní. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Á tæplega ellefu sólarhringum fóru 45.544 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 99. Sautján ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Vöktun lögreglunnar á Miklubraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.
Hraðakstur á Mosavegi í Reykjavík 2.júní 2025
Brot 32 ökumanna voru mynduð á Mosavegi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Mosaveg í austurátt, á móts við Vallengi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 145 ökutæki þessa akstursleið og því ók rúmlega fimmtungur ökumanna, eða 22%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 50.
Vöktun lögreglunnar á Mosavegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur í Gvendargeisla í Reykjavík 3.júní 2025
Brot 21 ökumanns var myndað í Gvendargeisla í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gvendargeisla í vesturátt, á móts við Gvendargeisla 82, skammt frá Sæmundarskóla. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 88 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fjórðungur ökumanna, eða 24%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 49.
Vöktun lögreglunnar í Gvendargeisla er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur í Vesturbergi í Reykjavík 2.júní 2025
Brot 55 ökumanna voru mynduð í Vesturbergi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturberg í norðurátt, á móts við Vesturberg 83. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 102 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 54%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 58.
Vöktun lögreglunnar í Vesturbergi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Réttarholtsvegi í Reykjavík 5.júní 2025
Brot 55 ökumanna voru mynduð á Réttarholtsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Réttarholtsveg í norðurátt, að Langagerði. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 139 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 40%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 61
Vöktun lögreglunnar á Réttarholtsvegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur í Rofabæ í Reykjavík 5.júní 2025
Brot 7 ökumanna voru mynduð í Rofabæ í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Rofabæ í vesturátt, við Árbæjarskóla. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 90 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 8%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 48.
Vöktun lögreglunnar í Rofabæ er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 10.júní 2025
Brot 173 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá mánudeginum 2. júní til þriðjudagsins 10. júní. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Á átta sólarhringum fóru 32.479 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 96. Ellefu ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Vöktun lögreglunnar á Miklubraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.
Hraðakstur á Álfhólsvegi í Kópavogi 11.júní 2025
Brot 15 ökumanna voru mynduð á Álfhólsvegi í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álfhólsveg í austurátt, á móts við Álfhólsveg 90. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 46 ökutæki þessa akstursleið og því ók þriðjungur ökumanna, eða 33%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 46.
Vöktun lögreglunnar á Álfhólsvegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Langholtsvegi í Reykjavík 12.júní 2025
Brot 25 ökumanna voru mynduð á Langholtsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Langholtsveg í norðurátt, að Drekavogi. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 82 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en fjórðungur ökumanna, eða 30%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 57.
Vöktun lögreglunnar á Langholtsvegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur í Seljaskógum í Reykjavík 12.júní 2025
Brot 14 ökumanna voru mynduð í Seljaskógum í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Seljaskóga í norðurátt, við Ásasel. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 74 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fimmtungur ökumanna, eða 19%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 59 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 79.
Vöktun lögreglunnar í Seljaskógum er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að rigning og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Bústaðavegi í Reykjavík 13.júní 2025
Brot 131 ökumanns var myndað á Bústaðavegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bústaðaveg í vesturátt, við Veðurstofu Íslands. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 561 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en fimmtungur ökumanna, eða 23%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 66 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 96.
Vöktun lögreglunnar á Bústaðavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Kaplaskjólsvegi í Reykjavík 13.júní 2025
Brot 8 ökumanna voru mynduð á Kaplaskjólsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kaplaskjólsveg í suðurátt, á móts við Kaplaskjólsveg 67. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 78 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 10%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51.
Vöktun lögreglunnar á Kaplaskjólsvegi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að sól og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 16.júní 2025
Brot 34 ökumanna voru mynduð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í suðurátt, í Hvassahrauni. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 348 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 10%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 109 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 140.
Vöktun lögreglunnar á Reykjanesbraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að sól og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Snorrabraut í Reykjavík 16.júní 2025
Brot 20 ökumanna voru mynduð á Snorrabraut í Reykjavík á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Snorrabraut í norðurátt, að Vífilsgötu. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 220 ökutæki þessa akstursleið og því allnokkrir ökumenn, eða 9%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 52 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 59.
Vöktun lögreglunnar á Snorrabraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að sól og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 16.júní 2025
Brot 125 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá þriðjudeginum 10. júní til mánudagsins 16. júní. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Á sex sólarhringum fóru 26.945 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 100. Fimm ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Vöktun lögreglunnar á Miklubraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.
Hraðakstur á Suðurlandsvegi 16.júní 2025
Brot 56 ökumanna voru mynduð á Suðurlandsvegi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurlandsveg í austurátt, á Sandskeiði. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 571 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 10%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 106 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 128.
Vöktun lögreglunnar á Suðurlandsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Álfaskeiði í Hafnarfirði 18.júní 2025
Brot 14 ökumanna voru mynduð á Álfaskeiði í Hafnarfirði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álfaskeið í norðurátt, á móts við Álfaskeið 127. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 71 ökutæki þessa akstursleið og því ók fimmtungur ökumanna, eða 20%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 55.
Vöktun lögreglunnar á Álfaskeiði er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að sól og blautt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Þingvallavegi 20.júní 2025
Brot 8 ökumanna voru mynduð á Þingvallavegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Þingvallaveg í austurátt, á móts við Mosskóga. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 143 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 6%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 93.
Vöktun lögreglunnar á Þingvallavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 23.júní 2025
Brot 143 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá mánudeginum 16. júní til mánudagsins 23. júní. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Á sjö sólarhringum fóru 29.573 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 95. Sjö ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Vöktun lögreglunnar á Miklubraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.
Hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ 23.júní 2025
Brot 123 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, við Arnarnesbrú. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 904 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 14%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 95 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Fimmtán óku á 100 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 117.
Vöktun lögreglunnar á Hafnarfjarðarvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á Miklubraut í Reykjavík 30.júní 2025
Brot 113 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá mánudeginum 23. júní til mánudagsins 30. júní. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Á sjö sólarhringum fóru 30.100 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 99. Átta ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Vöktun lögreglunnar á Miklubraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.
Hraðakstur á Elliðavatnsvegi í Garðabæ 30.júní 2025
Brot 23 ökumanna voru mynduð á Elliðavatnsvegi (Flóttamannaleið) í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Elliðavatnsveg í vesturátt, við Vífilsstaðavatn. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 151 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 15%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 63 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 70.
Vöktun lögreglunnar á Elliðavatnsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.
Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu 30.júní 2025
Nálægt fjörutíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Grófasta brotið var framið á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við Hvassahraun, en þar mældist bifreið á 185 km hraða. Ökumaðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, en hann á yfir höfði sér ákæru fyrir þennan ofsaakstur. Fimm til viðbótar voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðaksturs annars staðar í umdæminu, en ökumennirnir sem komu við sögu lögreglunnar í hraðakstursmálum helgarinnar eru á öllum aldri. Sá yngsti er 17 ára og nýkominn með bílpróf en sá elsti er á áttræðisaldri. Að venju voru líka margir teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur um helgina, eða tuttugu og fimm.