5. nóvember 2007
5. nóvember 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum
Hundrað fjörutíu og fjórir ökumenn voru staðnir hraðakstri í Hvalfjarðargöngum frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. Meðalhraði hinna brotlega var rúmlega 83 km/klst en leyfður hámarkshraði í göngunum er 70. Fáir voru á áberandi miklum hraða en níu ökumenn óku á 90 km hraða eða meira. Sá sem hraðast ók mældist á 101. Á fyrrgreindu tímabili vaktaði umferðarmyndavélin 5417 ökutæki. 3% ökumanna óku því of hratt eða yfir afskiptahraða.