Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. október 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðakstur á Vesturlandsvegi

Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi í Reykjavík í gærkvöld. Bíll hans mældist á 140 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 80. Pilturinn, sem fékk ökuskírteini í hendur nýverið, á greinilega margt ólært en hann fær nú tækifæri til að hugsa ráð sitt. Fyrir brotið verður hann bæði sviptur ökuleyfi og gert að greiða verulega fjársekt.