17. apríl 2015
17. apríl 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hraðakstur á Suðurnesjum
Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 123 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þá voru nokkur brögð að því að ökumenn legðu bifreiðum sínum ólöglega eða virtu ekki umferðarreglur að öðru leyti, svo sem stöðvunarskyldu. Loks voru voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.