11. mars 2009
11. mars 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hraðakstur á Miklubraut
Sextán ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á Miklubraut í gærkvöld. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, að Lönguhlíð. Hinir brotlegu óku flestir á 80-90 km hraða en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 107. Um var að ræða fimmtán karla á aldrinum 18-56 ára og eina konu, 22 ára.