Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. apríl 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu

Talsvert hefur borið á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og sektarbókin hefur því verið óvenju mikið á lofti. Síðdegis í gær voru t.d. þrjátíu ökumenn staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, gegnt Ásbraut. Þeir mega flestir búast við sekt upp á 80-100 þúsund kr. fyrir brot sín.

Hætt er við að þetta komi illa við pyngjuna hjá mörgum. Ökumenn eru því áfram hvattir til að vera réttu megin við lögin, ekki bara til að forðast óþarfa útgjöld, heldur til að stuðla að umferðaröryggi allra.