Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. september 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu

Nokkrir tugir ökumanna voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í allra grófustu brotunum var ekið á 75-80 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Ökufantarnir eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. Í þessum vafasama hópi eru t.d. tveir karlar á sjötugsaldri og kona, nálægt sextugu, en öll hafa þau áður verið tekin fyrir hraðakstur. Tveir sautján ára piltar komu við líka sögu en annar þeirra ók Reykjanesbraut í Garðabæ á 140 km hraða. Sá verður bæði sviptur ökuleyfi og sektaður um upphæð sem kemur örugglega við pyngjuna. Vonand lætur hann sér þetta að kenningu verða en því miður er ekki svo með alla sem eru teknir fyrir hraðakstur.