Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. janúar 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu

Fjörutíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í allra grófustu brotunum var ekið á 35-45 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Mikill meirihluti hinna brotlegu voru karlar. Þeir eru flestir á þrítugs- og fertugsaldri en nokkrir eru undir tvítugu. Tíu konur voru stöðvaðar í þessu hraðaeftirliti en þær eru á aldrinum 18-36 ára.