Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. október 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðakstur á Hofsstaðabraut

Brot átta ökumanna voru mynduð á Hofsstaðabraut á móts við Hörgslund í Garðabæ í dag. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru sextán ökutæki þessa akstursleið og því ók helmingur ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 48 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en sá sem hraðast ók var mældur á 56.

Eftirlit lögreglunnar á Hofsstaðabraut kom í kjölfar ábendinga frá íbúum í hverfinu sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað.