Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. nóvember 2025

Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu

Hér eru niðurstöður hraðamælinga úr umdæminu í síðustu viku, en myndavélabíll Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við hraðaeftirlit á Miklubraut, Bústaðavegi, Hafnarfjarðarvegi, Smárahvammsvegi, Reykjanesbraut, Skipholti, Arnarnesvegi og Sundlaugavegi.

3.11 2025

Brot 347 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar í Reykjavík frá 27. október – 3. nóvember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið vestur Miklubraut, á gatnamótum við Grensásveg. Á tímabilinu var 29.496 ökutækjum ekið þessa akstursleið. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 99. Þrjátíu og þremur ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.

3.11 2025

Brot 37 ökumanna voru mynduð á Bústaðavegi í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið austur Bústaðaveg, við Grímsbæ. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 428 ökutæki þessa akstursleið og því óku 9% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 51 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 64.

4.11 2025

Brot 71 ökumanns var myndað á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið suður Hafnarfjarðarveg, við Arnarneslæk. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 863 ökutæki þessa akstursleið og því óku 8% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 94 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 115.

Brot 17 ökumanna voru mynduð á Smárahvammsvegi í Kópavogi. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið norður Smárahvammsveg, að Hæðarsmára. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 398 ökutæki þessa akstursleið og því óku 5% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 52 km/klst en þarna er 40 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 58.

5.11 2025

Brot 42 ökumanna var mynduð á Reykjanesbraut í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið norður Reykjanesbraut, við Breiðholtsbraut. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 1.056 ökutæki þessa akstursleið og því óku 4% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 92 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 99.

Brot 48 ökumanna voru mynduð í Skipholti í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið vestur Skipholt, að Brautarholti. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 248 ökutæki þessa akstursleið og því óku 19% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 56.

6.11 2025

Brot 65 ökumanna voru mynduð á Arnarnesvegi í Kópavogi. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið vestur Arnarnesveg, að Fífuhvammsvegi. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 358 ökutæki þessa akstursleið og því óku 18% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 77.

Brot 18 ökumanna voru mynduð á Sundlaugavegi í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið austur Sundlaugaveg, að Gullteig. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 210 ökutæki þessa akstursleið og því óku 9% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 50.