Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. júní 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðakstur á Borgavegi í Reykjavík

Brot 57 ökumanna voru mynduð á Borgavegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Borgaveg í vesturátt, að Strandvegi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 236 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fjórðungur ökumanna, eða 24%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sex óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 78.

Þess má geta að lögreglan hefur áður verið við hraðamælingar á þessum stað og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hærra, eða 29-40% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 65-66 km/klst.