Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. júní 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðaeftirlit – Háreksstaðaleið

Lögregla mun á morgun og næstu daga halda úti sérstöku umferðareftirliti á Háreksstaðaleið á þjóðvegi 1. Gera má gera ráð fyrir talsverðri umferð á þeirri leið auk þess sem ástæða þykir til að fylgjast með hraða ökutækja sem hefur verið þar all nokkur og í einhverjum tilfellum umfram hraðamörk samkvæmt meðal annars umferðagreinum Vegagerðar.

Lögregla hvetur ökumenn til að gæta að ökuhraða svo ekki komi til viðurlaga vegna brota.