Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. nóvember 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hraðaeftirlit árið 2011

Sumarið 2011 var framkvæmt sérstakt hraðaeftirlit sem lögregluembætti landsins tóku þátt í en alls voru það 13 embætti sem framkvæmdu eftirlitið. Niðurstöður sýna meðal annars að vinnustundir vegna eftirlitsins voru 4.282 klukkustundir og fjöldi hraðakstursbrota var 1.616 en heildarfjöldi brota var 2.104. Þar falla undir m.a. hraðakstursbrot, ölvunarakstur, ökuskírteini var ekki meðferðis, viðkomandi hafði ekki ökuréttindi, ljósanotkun var ábótavant, o.fl.

Árið 2011 voru eknir 120.095 km sem er 3,6% aukning frá árinu áður. Þess ber þó að geta að árið 2010 voru aðeins 12 embætti sem tóku þátt í eftirlitinu samanborið við 13 árið 2011.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér