3. janúar 2019
3. janúar 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hótun
Vinnumálastofnun var lokað í morgun eftir að þangað barst hótun. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var kunngjört um málið og hefur hún upplýsingar um þann sem stendur að baki hótuninni. Viðkomandi er staddur erlendis og er málið unnið í samvinnu við þarlend lögregluyfirvöld.
Búist er við að starfsemi Vinnumálastofnunar komist fljótlega í eðlilegt horf og lokuninni verði aflétt.