Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júní 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hornsteinn

Laugardaginn 1. júní voru liðin 50 ár frá því að Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, lagði hornstein að lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Bygging hússins hófst í árslok 1961, en lögreglustöðin var tekin í notkun í áföngum eftir því sem byggingarframkvæmdum miðaði áfram. Umferðardeildin, sem þá var í bragga við Snorrabraut, flutti í kjallara nýju lögreglustöðvarinnar árið 1966 og í framhaldinu fékk Lögregluskólinn líka inni í húsinu. Fangageymslan var síðan tekin í notkun í ársbyrjun 1970 og 4. nóvember 1972 flutti lögreglan loks alla sína starfsemi í húsið. Tímamótanna um síðustu helgi var minnst með því að sett var upp minnismerkið, sem má sjá á myndinni hér að neðan.