Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. desember 2025

Hollvinasamtök afhenda HSA endurlífgunardúkkur til eflingar fræðslu og öryggis

Hollvinasamtök um heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) hafa afhent hjúkrunarfræðingum Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) tólf endurlífgunardúkkur til notkunar við kennslu og fræðslu í skyndihjálp og endurlífgun.

Gjöfin er ætluð til reglulegrar fræðslu fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi sem og fyrir allt starfsfólk heilbrigðisstofnana á svæðinu. Með henni skapast aukin tækifæri til markvissrar kennslu í lífsbjargandi fyrstu hjálp og eflist þannig forvarnarstarf og viðbragðshæfni samfélagsins. Áætlað er að gjöfin muni nýtast um 480 starfsmönnum HSA og rúmlega 5.000 nemendum á Austurlandi sem muni fá þjálfun í réttu handtökunum við fyrstu hjálp með þessum búnaði.

Með göfinni er vonast til að auka öryggi íbúa Austurlands og leggja Hollvinasamtökin þannig sitt af mörkum til að bæta heilbrigðisþjónustu og viðbúnað á svæðinu.

Heilbrigðisstofnun Austurlands þakkar Hollvinasamtökum um heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði kærlega fyrir höfðinglega og afar mikilvæga gjöf sem mun nýtast vel í fræðslu og forvarnarstarfi á Austurlandi.