Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. nóvember 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hollendingur í gæsluvarðhaldi til 18. desember

Hollenskur karlmaður á áttræðisaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn var handtekinn á Seyðisfirði í júní en þá fannst þar mikið magn fíkniefna í húsbíl sem kom til landsins með ferjunni Norrænu. Um var að ræða 190 kg af hassi og eitthvað af kókaíni.