Fara beint í efnið

15. ágúst 2022

Hlutdeildarsetning sandkola

Fiskistofa hefur lokið útreikningi á hlutdeildum í sandkola í samræmi við lög, nr. 64/2022 um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Fiskistofa logo

Fiskistofa hefur lokið útreikningi á hlutdeildum í sandkola í samræmi við lög, nr. 64/2022 um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní sl. er mælt fyrir um að endurreikna skuli hlutdeild í sandkola þannig að 85% skuli miða við skráðar aflahlutdeildir fiskiskipa í sandkola við upphaf fiskveiðiársins 2022/2023 og 15% skuli miðast við veiðireynslu fiskiskipa á sandkola norðursvæði fiskveiðiárin 2019/2020, 2018/2019 og 2017/2018.  

Í flipanum „Áætlaðar hlutdeildir 2022-2023“ í meðfylgjandi excelskjali má sjá hlutdeildir skipa. Í viðbótarflipum eru þær grunnupplýsingar sem Fiskistofa byggir á við áætlun hlutdeilda þ.e. þær landanir sem teljast til veiðireynslu ásamt flutningi veiðireynslu milli skipa í samræmi við 3. gr. 9. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

Fiskistofa beinir því til útgerðaraðila skipa sem eru með veiðireynslu í sandkola á viðmiðunartímabilinu að fara yfir löndunartölur, veiðireynsluflutninga og hlutdeilda útreikningana í meðfylgjandi skjali og senda inn athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is.  Einnig skal senda á sama netfang ef útgerðir óska eftir flutningi á veiðireynslu skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.