Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. janúar 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hljóðbókasafnið fær hæsta styrk úr Bókasafnasjóði

Miðvikudaginn 12. janúar úthlutaði menntamálaráðherra 20 milljónum króna í 11 styrki úr Bókasafnasjóði.

Þetta er fyrsta úthlutun sjóðsins en styrkveitingar eru allar í þágu íslenskra bókasafna. Hæsta styrkinn fær að þessu sinni Hljóðbókasafn Íslands, 6 milljónir króna, fyrir verkefnið Hljóðstafi. Verkefnið snýr að því að ljúka við smíði hugbúnaðarkerfis til að samþætta upplesið hljóð og texta í aðgengilega bók. Markmið bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna og fer Rannís með umsjón sjóðsins. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála.