31. janúar 2024
31. janúar 2024
Hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal
Í kjölfar þess að Dalabyggð og stjórn dvalarheimilisins Silfurtúns sögðu sig frá rekstrinum með uppsögn á samningi við Sjúkratryggingar Íslands í apríl 2022 fól heilbrigðisráðherra HVE að taka við rekstrinum. Þessi breyting tók gildi nú um áramótin.
Flestir starfmenn sem störfuðu áður á Silfurtúni hafa verið ráðnir til HVE en verið að auglýsa eftir sjúkraliða og almennum starfsmanni. Fundað var með starfsmönnum í september og í lok desember.
Deildarstjóri Silfurtúns er Kristín G. Arnarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Staðarumsjón fyrir starfssstöðvar HVE í Búðardal og á Hólmavík sinnir Jóhann B. Arngrímsson.
HVE rekur 11 hjúkrunarrými í húsnæðinu sem stofnunin leigir af Dalabyggð. Reksturinn verður rýndur með það að markmiði að ramma hann innan þeirra fjárheimilda sem HVE fékk á fjárlögum ársins 2024.
Við þessi tímamót fellur dvalarheimilisnafnið niður og við tekur heitið Hjúkrunarheimilið Silfurtún.
Myndin sem fylgir fréttinni er frá Dalabyggð.