12. maí 2024
12. maí 2024
Hjúkrunarfræðingar gera gæfumuninn
Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga er í dag og er því fagnað um allan heim.
Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 230 hjúkrunarfræðingar í mjög fjölbreyttum störfum. Þema dagsins í dag er: Hjúkrunarfræðingarnir okkar. Framtíð okkar. Efnahagslegur máttur umönnunar.
„Eitt af markmiðum alþjóðadags hjúkrunarfræðinga er að vekja athygli á starfi hjúkrunarfræðinga og veita þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. Hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og búa þeir yfir einstakri fagmennsku og þekkingu. Starfið er afar fjölbreytt, krefjandi en einnig mjög gefandi. Við erum stoltar af því að vera hjúkrunarfræðingar og trúum því að hlutverk og starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga eigi eftir að eflast enn frekar í nánustu framtíð,“ segja Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri mannauðssviðs og Hulda S. Ringsted, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjórar hjúkrunar.
Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar!