31. desember 2007
31. desember 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hjálmar Björgvinsson og Sveinn I. Magnússon skipaðir aðstoðaryfirlögregluþjónar
Dómsmálaráðherra hefur skipað Hjálmar Björgvinsson og Svein I. Magnússon í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna við embætti ríkislögreglustjóra. Hjálmar mun starfa hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Sveinn við rannsóknir efnahagsbrota. Báðir hafa þeir starfað hjá embættinu um nokkurra ára skeið.
Hjálmar Björgvinsson
Sveinn I. Magnússon