23. júní 2011
23. júní 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hjáleið á Suðurlandsvegi við Litlu – Kaffistofuna
Næstu daga verður unnið við gerð undirganga á Suðurlandsvegi, vestan við Litlu kaffistofuna. Á meðan að vinna við undirgöng stendur yfir mun umferð fara um bráðabirgðarveg við hlið framkvæmdasvæðis. Vegfarendum er bent á að hámarkshraði við framkvæmdasvæðið er 50km/klst.
Vegfarendur eru hvattir til að sýna fyllstu aðgát og fylgja þeim merkingum sem uppi eru hverju sinni.