9. apríl 2018
9. apríl 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Helstu verkefni vikuna 2 til 9. apríl 2018
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni sem leið vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Þá liggja fyrir fimm aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum m.a. vanræksla á notkun öryggisbelta, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar og akstur án réttinda.
Rétt er að minna á að á vef Samgöngustofu er að finna nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum sem tekur gildi þann 1. maí nk. https://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-umferdarmalum/B%5Fnr%5F288%5F2018.pdf