Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. júlí 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni vikuna 17. júlí til 24. júlí 2017

Vikan var frekar róleg hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem komu upp. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og fór skemmtanahaldið fram með ágætum.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða rúðbrot í langferðabifreið sem stóð á Eiðinu. Einnig var sprautað úr duftslökkvitæki í stýrishús vörubifreiðar sem stóð þar skammt frá. Lögreglan hefur upplýsingar um það hverjir þarna voru að verki og er málið í rannsókn.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækja og vanrækslu á notkun öryggisbelta í akstir.

Lögreglan vill í tilefni umræðu sem fram hefur farið á facebook að undanförnu, varðandi tillitsemi í umferðinni, að hvetja vegfarendur til að sýna hverjum öðrum tillitsemi. Rétt er að benda ökumönnum á að virða gangbrautaréttinn sem og að nota stefnuljós, en tilgangur með notkun þeirra er að greiða fyrir umferð og auka öryggi vegfarenda.