Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. október 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 27. september til 3. október 2016

Vikan hefur liðið án stórra tíðinda utan hræringa í Kötlu eins og hefur verið rakið rækilega í fjölmiðlum.

Í vikunni voru 32 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur sem er mun minna en venjulegt er. Bæði er að dregið hefur úr umferð og hitt að umferðareftirlit hefur verið öflugt. Afskipti voru höfð af þremur ökumönnum vegna meints ölvunaraksturs, annar þeirra hafði aldrei tekið ökupróf Einn ökumaður var kærður vegna meints fíkniefnaaksturs.

Lögreglumenn hafa auk þessa sinnt fjölmörgum tilkynningum frá almenningi sem vantaði aðstoð af ýmsu tagi.