7. mars 2016
7. mars 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Helstu verkefni
Vikan var með rólegara móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum og lítil afskipti af gestum öldurhúsanna.
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða rúðubrot í skrifstofum VR v/ Strandveg. Talið er að rúðan hafi verið brotin aðfaranótt 5. mars sl. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem telja sig vita hver þarna var á ferð eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Alls liggja fyrir 10 kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða fimm kærur vegna vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri og fimm kærur vegna ólöglegara lagninga ökutækja.