Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. febrúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, reyndar eins og undanfarnar vikur. Lítið var um útköll og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk til síns heima sökum ölvunar.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki. Ástæðu óhappsins má rekja til lágrar stöðu sólar sem blindaði ökumanninn sem óhappinu olli.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en í öllum tilvikum var um að ræða ólöglega lagningu ökutækja.